Trump: Molum kommúnistana áður en þeir breyta Bandaríkjunum í einræðisríki

Donald Trump hvetur landsmenn til að kjósa Repúblikanaflokkinn í dag til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnismans í Bandaríkjunum. Búist er við að Trump tilkynni forsetaframboð sitt í kosningunum 2024 þann 15. nóvember n.k. Mynd: Gage Skidmore

Notar ekki lengur orðið sósíalisti heldur kommúnisti

Demókratar hafa breyst í kommúnistaflokk og eru að breyta Bandaríkjunum í kommúnistaríki. Bókstaflega. Það segir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Í dag fara fram þingkosningar í Bandaríkjunum, sem sumir hafa lýst sem þeim mikilvægustu nokkru sinni.

Á fundi í Flórída á sunnudag hvatti Donald Trump mannfjöldann:

„Þennan þriðjudag verður að mola kommúnistana við kjörkassann. Ég segi ekki lengur sósíalisti. Ég segi ekki lengur sósíalisti.“

Miljónir spænskumælandi ætla að kjósa Repúblikanaflokkinn

Að sögn Trump hefur öfgavinstri hugmyndafræði demókrata valdið því, að milljónir spænskumælandi Bandaríkjamanna hafa kosið repúblikana:

„Margir Rómanskir Bandaríkjamenn eiga rætur sínar að rekja til ríkja, sem hafa verið eyðilögð vegna þessarar andstyggilegu hugmyndafræði. Og þeir vilja ekki sjá að slíkt gerist hér.“

„Róttækir demókratar vilja breyta Bandaríkjunum í kommúníska Kúbu, eða sósíalískt Venesúela. Í Repúblikanaflokknum erum við staðráðin í því, að Bandaríkin muni aldrei verða sósíalískt land. En vitið þið hvað? Ef við vinnum ekki þessar kosningar og vinnum þær með góðum mun á sanngjarnar hátt, þá munum við breytast í kommúnistaríki – því það er þangað sem þeir eru að fara með okkur.“

Stór tilkynning 15. nóvember

Samtímis tilkynnti Trump, að hann muni koma með „mjög stóra tilkynningu“ þann 15. nóvember. Þá er búist við því, að hann tilkynni um framboð sitt í forsetakosningunum 2024.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila