
Meðferð Biden-stjórnarinnar á Úkraínu-deilunni hefur verið háskaleg bæði fyrir Bandaríkin sem og allan heiminn. Tucker Carlson hjá Fox News spurði alla hugsanlega forsetaframbjóðendur repúblikana fyrir kosningarnar 2024 um stríðið í Úkraínu. Var mikill munur á afstöðu hugsanlegra forsetaframbjóðenda sem vilja frið og ráðamanna í Washington sem vilja æsa til enn frekari stríðs og manndrápa.
Tucker Carlson birti svör stjórnmálamannanna á Twitter.
Mikilvægast að stöðva stríðið tafarlaust
Donald Trump segir mikilvægast að stöðva stríðið þegar í stað. Hann vill að forseti Bandaríkjanna hefji tafarlaust fundi með stríðandi aðilum en það krefst þess, að réttur maður sé í brúnni:
“Við megum engan tíma missa. Það verður að stöðva drápin og eyðilegginguna NÚNA! Rétt útfært mun þessu hræðilega og hörmulega stríði ljúka, – stríð sem aldrei hefði átt að hefjast. GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!!!“
Er það mikilvægt stefnumótandi hagsmunamál Bandaríkjanna að vera á móti Rússlandi í Úkraínu?
„Nei, en það er það fyrir Evrópu. En ekki fyrir Bandaríkin. Þess vegna ætti Evrópa að borga miklu meira en við eða jafn mikið“.
Hvert er markmið okkar sérstaklega í Úkraínu og hvernig munum við vita hvenær við höfum náð því?
„Markmið okkar í Úkraínu er að hjálpa og tryggja Evrópu, en Evrópa er ekki að hjálpa sjálfri sér. Þeir treysta á að Bandaríkin geri það að miklu leyti fyrir þá. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart okkur. Sérstaklega þar sem Evrópa nýtur kjara í viðskiptum okkar ásamt öðru.“
Hver eru mörk fjármögnunar og efnis sem þú værir til í að senda til ríkisstjórnar Úkraínu?
„Það myndi ráðast mjög af fundi mínum með Pútín forseta og Rússlandi. Rússland hefði aldrei ráðist á Úkraínu ef ég væri forseti, það er ekki einu sinni lítill möguleiki á því. Hefði aldrei gerst, ef ég væri forseti, en það hefur gerst. Ég yrði að sjá í hvaða átt Rússland stefnir. Ég vil að þeir hætti og þeir munu gera það og það veltur á þeim, sem kemur skilaboðunum til skila. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður Evrópa að borga. Bandaríkin hafa eytt miklu meira en Evrópa og það er hvorki sanngjarnt, réttlátt né jafnt. Ef ég væri forseti myndi þessu hræðilega stríði ljúka á 24 klukkustundum eða skemmri tíma. Það er hægt og það verður að gera það – núna!“
Eiga Bandaríkin að styðja stjórnarskipti í Rússlandi?
„Nei. Við ættum að styðja stjórnarskipti í Bandaríkjunum, það er miklu mikilvægara. Biden-stjórnin er þau sem komu okkur í þetta klúður.“
Í ljósi þess að efnahagur og gjaldmiðill Rússlands eru sterkari en fyrir stríðið, telur þú að refsiaðgerðir Bandaríkjanna hafi skilað árangri?
„Nei, þær hafa ekki skilað árangri. Þvert á móti. Þær hafa rekið Rússland, Kína og Íran inn í óhugsandi aðstæður.“
Telur þú að Bandaríkin standi frammi fyrir hættu á kjarnorkustríði við Rússland?
„Það fer eftir því hver er forseti Bandaríkjanna. Í augnablikinu, með Biden sem forseta, já, algjörlega. Hann segir og gerir allt rangt á röngum tíma.“
Sjá þátt Tucker um málefnin: