Trumpfeðgar til atlögu gegn ritskoðunarfaraldri Facebook

Eftir að Facebook hóf ritskoðunarstríð í stórum stíl aðallega gegn hægri mönnum, þá hafa nú Trumpfeðgar fengið nóg og bregðast við.  Donald Trump jr. tístir: “Hin meðvitaða og skipulagða þöggun Facebook og allra annarra einokunaraðila netrisanna ætti að hræða alla. Lítur út fyrir að þeir taki ritskoðunarbaráttuna á næsta stig. Spurðu sjálfan þig, hversu langur tími líður þar til þeir hreinsa þig burtu? Við verðum að slá tilbaka”.

Bandaríkjaforseti tístir: “Ég mun halda áfram að fylgjast með ritskoðun BANDARÍSKRA RÍKISBORGARA á félagsmiðlum. Þetta eru Bandaríkin – og eins og allir vita, þá höfum við MÁLFRELSI! Við vöktum og fylgjumst nákvæmlega með”.

Fréttir berast hvaðanæva úr heiminum að facebook lokar síðum þekktra einstaklinga og samtaka með milljónum fylgjenda: S.l. fimmtudag lokaði facebook á nýjan flokk í Danmörku Stram kurs og daginn eftir á leiðtoga flokksins Rasmus Paludan. Þar áður lokaði Facebook netmiðlinum 24Nyt. Að undaförnu hefur síðum þekktra álitsgjafa t.d. Bretanna Paul Joseph Watson og Milo Ylannopoulus og einnig Bandaríkjamannsins Alex Jones hjá Breitbart verið endanlega lokað. Segir facebook að um “hættulega einstaklinga” sé að ræða. Þá hefur facebook þróað verkfæri sem lokar á alla þá sem birta myndir, myndbönd, hljóð, texta eða linka þeirra einstaklinga sem facebook hefur áður lokað á. Facebook lokaði einnig á fulltrúa VOX flokksins á Spáni. Síðum margra stuðningsmanna Trumps verið lokað og þeir geta því ekki lengur stutt forsetann á facebook.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila