Tveir handteknir vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar

Rólegt var á dagvaktinni hjá lögreglu en þó komu nokkur mál upp sem skráð eru í dagsbók lögreglu. Fyrst ber að nefna að lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás í miðborginni. Í tilkynningu lögreglu segir að um sérstaklega hættulega líkamsárás hafi verið að ræða og að tveir hafi verið handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið.

Þá var tilkynnt um einstakling sem hótaði gestum á ölhúsi að leggja til þeirra með eggvopni. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að maðurinn bar ekki eggvopn á sér en var handtekinn og tekinn af honum skýrsla. Hann má búast við að verða kærður vegna hótananna. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um að aka undi áhrifum fíkniefna og eru þeirra mál komin í hefðbundinn farvegl

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila