Tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir gerð var tilraun til þess að ráða Donald Trump af dögum á framboðsfundi hans í kvöld. Haft er eftir Richard Goldinger héraðssaksóknara í Pennsylvaníu að annar þeirra látnu sé tilræðismaðurinn en hinn sem lést og sömuleiðis annar sem særðist alvarlega voru gestir á framboðsfundinum.
Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að tilræðismaðurinn sé hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks og rannsakar nú alríkislögreglan hvað lá að baki árásinni.
Uppfært kl.04:16 – Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að árásarmaðurinn hafi verið hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks og að alríkislögreglan FBI rannsaki nú hvað lá að baki árásinni. Tekið skal fram að alríkislögreglan hefur ekki staðfest nafn árásarmannsins en segir að það verði gert innan skamms. Sjá má mynd af manninum sem bandarískir fjölmiðlar segja vera tilræðismanninn hér að neðan.
Uppfært kl.01:24 – Hér að neðan má horfa á umræður á Daily Wire
Uppfært kl.01:00 – Staðfest hefur verið að árásarmaðurinn sé látinn en hann var felldur af leyniskyttu CIA.