Twitter opnar aftur á Trump – en Trump þarf ekki að koma til baka því hann er á Truth Social

Elon Musk hleypti ekki Trump að beint sjálfur heldur hélt hann atkvæðagreiðslu á Twitter meðal notenda um hvort opna ætti aftur síðu Donald Trumps hjá Twitter. Atkvæðagreiðslan fór fram í gær og í nótt lágu úrslitin fyrir: Meirihluti tístara vildi fá Trump tilbaka á Twitter.

Yfir 15 milljónir manns tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og voru úrslitin þau að

51,8% sögðu já – 48,2% sögðu nei

Sumir telja að neiin komi frá forritum/fölskum reikningum.

Elon Musk tísti:

„Fólkið hefur sagt sitt. Trump verður tekinn inn aftur.“

„Rödd fólksins er rödd Guðs: Vox Populi, Vox Dei.“

Trump líkar vel við Elon Musk en ætlar ekki að svo stöddu að koma til baka á Twitter – „Ég hef Truth Social“

Þann 8. janúar 2021 bannaði Twitter leiðtoga hins frjálsa heims, forseta Bandaríkjanna, vegna rangra fullyrðinga um að hann hefði verið að hvetja til ofbeldis þann 6. janúar.

Síðar kom það svo sannarlega í ljós, að Trump forseti hafi ekki hvatt til uppþotsins en hvatti stuðningsmenn sína í staðinn að mótmæla FRIÐSAMLEGA við þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Donald Trump var mjög jákvæður í garð Elon Musk, þegar hann var spurður, sjá myndband hér að neðan. En 45. forseti Bandaríkjanna sagðist að svo stöddu ekki fara aftur á Twitter. Trump sagði:

„Mér líkar að hann hafi keypt fyrirtækið. Mér hefur alltaf líkað við hann. Ég kann mjög vel við hann. Á dögum mínum sem forseti kynntist ég honum nokkuð vel. Mér hefur eiginlega alltaf líkað vel við hann, hann er persónuleiki… En ég hef Truth Social sem gengur frábærlega vel, þótt fjölmiðlar segi ekki frá því….Ég er ekki að sjá að við förum tilbaka á Twitter, ég sé enga ástæðu að fara til baka. Twitter á við örðugleika að stríða..hefur marga falska notendur…óvíst hvernig fer með fyrirtækið…Ég er ekki að sjá, að margir þeirra sem nota Truth Social í dag fari yfir á Twitter.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila