Tyrkland: Við munum ekki styðja Nató-umsókn Svíþjóðar

Fokið virðist í öll skjól um Nató-umsókn Svíþjóðar eftir yfirlýsingu Erdogans (mynd skjáskot SVT).

Svíar geta ekki búist við því að Tyrkir styðji sænska Nató-aðild eftir Kóranbrennuna í Stokkhólmi um helgina. Þetta segir Erdogan, forseti Tyrklands, að því er SVT/Reuters greinir frá. Dyrnar að NATO virðast því vera að lokast.

Tyrkir munu ekki samþykkja Nató-umsókn Svía. Þetta er nýjasta yfirlýsing Erdogans forseta landsins. Svíar geta „ekki lengur búist við“ stuðningi Tyrkja við sænska NATO-aðild. Það er vegna Kóranbrennunnar sem dansk-sænski íslam-gagnrýnandinn og lögfræðingurinn Rasmus Paludan hafði fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi. Það segir Erdogan í yfirlýsingu að sögn Reuters.

Á sama tíma heldur sænska ríkisstjórnin áfram að drjúpa höfði fyrir Tyrklandi. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Twitter um síðustu helgi:

„Tjáningarfrelsi er grundvallaratriði lýðræðis. En það sem er löglegt er ekki endilega viðeigandi. Að brenna bækur, sem eru mörgum heilagar, er afskaplegt virðingarleysi. Ég vil votta öllum múslimum samúð mína sem móðgast yfir því sem gerðist í Stokkhólmi í dag.“

Deila