Tyrkland vísar fjölda flóttamanna úr landi – yfir helmingur þeirra kemur frá Afganistan

Frá áramótum hefur Tyrkland vísað 97.448 flóttamönnum úr landi. Þetta er 149 % aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Meira en helmingur þeirra koma frá Afganistan (myndin sýnir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan t.h. og flóttamannabúðir t.v. skjáskot Twitter). 

Samtímis og verið er að auka öryggisráðstafanir við landamæri Tyrklands til að stöðva ólöglega innflytjendur, þá er farandfólki sem hefur komist ólöglega til Tyrklands vísað úr landi. Er það gert með leigu- og áætlunarflugi.

Nýlega voru 227 Afganar, sem voru í haldi, sendir aftur til Afganistan. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu var það leiguflug nr. 213 til Afganistan frá ársbyrjun 2022.

55.500 Afganar sendir heim

Frá áramótum hafa alls 55.502 afganskir ​​ríkisborgarar verið sendir tilbaka til landsins. 11.025 farandverkamenn hafa einnig verið sendir aftur til Pakistan. Miðað við sama tímabil í fyrra hefur brottvísun afganskra ríkisborgara fjölgað um 206 %. Frá árinu 2010 hefur Tyrkland vísað 422.957 ólöglegum innflytjendum úr landi.

Recep Tayyip Erdoğan forseti og aðrir háttsettir tyrkneskir embættismenn hafa oft bent á, að Tyrkland „beri enga skyldu til að vera griðastaður afganskra flóttamanna.“ Einnig hafa yfirvöld tekið skýrt fram, að landið muni ekki taka á sig byrðar fólksflutningakreppunnar, sem fylgja ákvörðunum annarra landa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila