Tyrkneskur stjórnarflokkur stöðvar Nató umsókn Svíþjóðar eftir Kóranbrennu við tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi

Devlet Bahceli t.v. heldur 48 sætum á tyrkneska þinginu og er stuðningur hans nauðsynlegur til að ríkisstjórn Erdogans geti samþykkt aðild Svíþjóðar að Nató. Eftir Kóranbrennuna í gær er sú leið nú lokuð og ekki fyrirsjáanlegt, að Svíþjóð og þá ekki Finnland gangi með í Nató en bæði löndin hafa sagt, að þau fari saman í Nató (mynd © Devlet Bahceli/Facebook).

Tyrkneski þjóðernisflokkurinn MHP, sem Erdogan forseti er háður til að koma Nató-umsókn Svía í gegnum þingið, segir nú endanlegt nei við því, að samþykkja Svíþjóð sem meðlem í Nató. Kornið sem fyllti mælinn er Kóranbrenna, sem dansk sænski Paludan stóð fyrir við tyrkneska sendiráðið í gær (sjá myndband neðst á síðunni).

Devlet Bahceli segir í viðtali við Anadolu:

„Ákvörðun sænska ríkisstjórnarinnar um að veita úrkynjuðum dönskum stjórnmálamanni leyfi til að brenna Kóraninn fyrir framan tyrkneska sendiráðið er ekki aðeins hneyksli, heldur einnig skýr ögrun og holdgervingur villimennsku og skemmdarverka.“

Devlet Bahceli hefur 48 sæti á tyrkneska þinginu og er oft lýst sem „fasista“ í sænskum fjölmiðlum. Hann segir enn fremur:

„Nató-umsókn Svíþjóðar verður ekki samþykkt af þingflokki okkar við þessar aðstæður. Það væri svik við trú okkar, tungumál okkar og markmið okkar um þróun Tyrklands á fyrsta áratug 21. aldar.“

Endanleg ákvörðun tekin um að styðja ekki umsókn Svía að Nató

Bahceli segir, að Svíþjóð verði að leiðrétta þessi mistök með því að biðja tyrknesku og íslömsku samfélögin afsökunar.

„Það er fráhrindandi að eiga pólitísk og diplómatísk samskipti yfirhöfuð við lönd, sem eru fjandsamleg þjóðlegum og siðferðilegum gildum okkar, þá kemur ekki til greina að vera í sama Nató-bandalagi og þau.“

„Tyrkneska múslímska þjóðin mun ekki þola þetta og ekki láta blekkjast af ýmsum brögðum, segir hann og bætir við að matið sé núna fastskorðað.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila