Úkraína til rússneskra hermanna: „Ykkur verður slátrað eins og svínum“

Úkraínski herinn hefur sent frá sér heldur óhuggulegan boðskap til rússneskra hermanna fyrir stundandi friðarviðræður. Ýmsir sænskir fjölmiðlar eins og Samnytt og Fria Tider greina frá tilkynningu úkraínska hersins á Facebook um að hætt verði að handtaka stríðsfanga og rússneskum hermönnum slátrað eins og svínum. Túlkuðu sumir fjölmiðlar að um væri að ræða hótun um að drepa alla stríðsfanga en orðalaginu var breytt eftirá og sá hluti tekinn út. Úkraínski herinn sendi tilkynninguna á miðvikudagskvöldið á Facebook (sjá skjáskot hér að neðan). Í morgun um sexleytið breytti síðan herinn orðalagi tilkynningarinnar á þann veg að ekki er talað um beinar aftökur á stríðsföngum en hrottatónninn er sá sami og fyrr.

Samkvæmt Kyiv Independent er hatursskilaboð úkraínska hersins svar við stórskotaliðsárásum Rússa á úkraínskar borgir. Leiða má getum að því, að Úkraínumenn eru að auka þrýsting á Rússa fyrir friðarviðræður morgundagsins, þar sem Úkraína gerir víðtækar kröfur um að Rússar skili m.a. Krím tilbaka.

Í opinberu skilaboðunum á Facebook, sem fékk yfir 20.000 likes og aðeins 33 neikvæð viðbrögð, tilkynnir úkraínski herinn að rússneskum hermönnum verði slátrað eins og svínum:

„Héðan í frá verða rússneskir stórskotaliðshermenn ekki handteknir. Sérhverjum hermanni, hvort svo sem þú ert bílstjóri, yfirmaður eða hleðslumaður, verður slátrað eins og svíni. Pissaðu á þig, við munum elta þig uppi. Hringdu í mömmu þína og segðu henni að þú munir deyja. Við erum ekki dauðinn – við erum miklu verri!“

„Að biðja um miskunn eða segja „vinsamlegast ekki drepa mig, ég mun gefast upp“ mun ekki virka lengur.“

Í friðarviðræðunum á morgun er búist við, að Úkraína setji kröfu um endurheimtingu Krím, Luhansk og Donetsk frá Rússlandi. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hefur áður tilkynnt það. Hann gerir einnig kröfur til ESB, meðal annars um að þjóðarskuldir Úkraínu verði afskrifaðar og að fá að ganga í sambandið strax að þjóðinni óspurðri og þrátt fyrir að Úkraína uppfylli ekki skilyrði um aðild.

Þetta er í fyrsta sinn sem Úkraína sendir frá sér hatursáróður um að drepa alla rússneska hermenn. Áður hefur nokkrum óstaðfestum myndböndum af meintum aftökum úkraínsku Azov-herfylkingarinnar verið vísað frá sem rússneskum áróðri en eftir þessar yfirlýsingar sjást þau ef til vill í nýju ljósi.

Þessi frétt olli áhyggjum innan sænska hersins á Twitter samanber tístið hér að neðan um brot á Genfarsáttmálanum. Málið er viðkvæmt innan hersins en Svíþjóð hefur ákveðið að afhenda Úkraínu 5.000 skriðdrekavörpur til Úkraínu.

Samkvæmt sænsku miðlunum þá breytti úkraínski herinn skilaboðunum á Facebook um sex leytið í morgun og breytti orðalaginu en sami hrottatónninn og hótanir til rússneskra hermanna eru áfram engu að síður.

Deila