Ullin mjög góður kostur þegar kemur að rúmdýnum og sængurbúnaði

Ull er mjög góður kostur sem efniviður í rúmdýnur og að auki 100% náttúrleg og því eru rúmdýnur og annar sængurbúnaður tilvalin vara þegar kemur að því að fjárfesta í góðum svefni.Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilmundar Sigurðssonar framkvæmdastjóra Whoolroom í þættinum Fólk og fyrirtæki í dag en hann var gestur Jörundar Guðmundssonar.

Vilmundur veiktist illa vegna þess að hann hafði árum saman notað rúmdýnu úr gerfiefnum. Honum hafi ekki órað fyrir því að veikindi sem hann þurfti að þjást af í áraraðir væru af völdum rúmdýnu og það grunaði læknum ekki heldur, enda fundu þeir engar skýringar á veikindum hans. Fljótlega eftir að hann fór að nota dýnuna fóru ákveðin einkenni að gera vart við sig og ágerðust með árunum og einkennum fjölgaði.

Það var ekki fyrr en hann rakst  færslur á netinu þar sem fólk sagði frá því að rúmdýnur af sömu gerð og hann var að nota hefði valdið slæmum veikindum hjá þeim eða ættingjum og í verstu tilfellum dauða.

Hann ákvað því að byrja á því að skipta út koddanum sem innihélt sömu gerfiefni og fékk sér ullarkodda og innan tíðar fann hann að honum leið mun betur. Hann skipti þá rúminu út fyrir rúm með ullardýnu og árangurinn lét ekki á sér standa. Honum þótti þetta afar áhugavert og ákvað að stofna Facebook hóp  til þess að athuga hvort fólk hefði lent í því sama og hann og það stóð ekki á viðbrögðunum því um 4000 manns skráðu sig í hópinn á fyrsta sólarhringnum.

Hann ákvað því að láta slag standa og gera eitthvað í málunum og stofnaði fyrirtækið Whoolroom og segir hann viðbrögð fólks hafa verið afar góð og búðina gengið mjög vel. Sífellt fleiri eru farnir að velja sér ullarrúm og sængurbúnað. Vilmundur segist hafa orðið afar hissa þegar hann áttaði sig á hversu hættulegur sængurbúnaður úr gerfiefnum geti verið og er að vonum feginn að hafa skipt út gamla rúminu og þeir sem hafi gert slíkt hið sama hafi svipaða sögu að segja.

Smelltu hér til þess að skoða vöruúrvalið hjá Whoolroom.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila