Um 150 dánir eftir hrekkjavökuþrengsli í Seoul Suður-Kóreu

Hryllingsatburður í þrengslum í Seoul, Suður-Kóreu, þegar á annað hundrað þúsund gestir hrekkjavöku skemmtu sér á þröngum götum í einu af skemmtihverfum borgarinnar. Þrengslin voru svo mikil að fólk náði ekki andanum og er tala látinna komin upp í 150 og álíka margir alvarlega slasaðir. Myndin ofan sýnir sjúkraliðsmenn raða upp líkum nokkrum þeirra sem ekki tókst að bjarga (mynd skjáskot Twitter).

Hræðilegasta hrekkjavaka í heiminum

Hræðilegar myndir berast núna í þessu frá höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þar sem talið er að um 150 manns hafi beðið bana í þrengslum í samband með hrekkjavökufagnað í borginni á laugardagskvöld. Tölur eru enn ekki nákvæmar og gætu hækkað en voru komnar upp í tæplega 150 látna og yfir 150 alvarlega slasaða að sögn sænska sjónvarpsins SVT fyrir stundu.

Fjöldaslysið átti sér stað á Itaewon svæðinu í Seúl.

Washington Post segir:

„Hátíðin var óskipulegur vettvangur gesta sem voru að skemmta sér og þröngvuðust inn á þröngar götur nálægt Itaewon lestarstöðinni, sumir reyndu að yfirgefa svæðið eftir hátíðarnóttina en margir gátu ekki einu sinni hreyft útlimina vegna þrengslanna … og fólk gat ekki heyrt hvert í öðru fyrir hávaða eða kallað á hjálp vegna skorts á farsímatengingu.“

Þrengslin voru gríðarleg og margir tróðust undir
Myndbandaupptökur af fjöldaslysinu eru átakanlegar. Lík lágu um allar götur þegar neyðarstarfsmenn veittu neyðarhjálp og aðstoðuðu við endurlífgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Björgunaryfirvöldum voru mörg fórnarlambanna á tvítugsaldri. Margir létust á götunum eftir að hafa verið kramdir til dauða af mannfjöldanum og aðrir létust annað hvort á leiðinni í sjúkrahús eða eftir komuna á slysadeild.

Yfirvöld vara við því, að fleiri dauðsföll séu líkleg. ABC News sagði að yfir 100.000 manns hafi verið í hrekkjavökuveislum á svæðinu, sem er þekkt fyrir næturklúbba sína.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila