Umdeilt námskeið Eyrúnar Eyþórsdóttur lektors tekið af dagskrá Háskólans á Akureyri

Umdeilt námskeið sem sett var upp fyrir nema í lögreglufræðum af Eyrúnu Eyþórsdóttur lektor í Háskólanum á Akureyri hefur verið tekið af dagskrá skólans og verður ekki kennt á þessari önn skólans. Í lýsingu um námskeiðið kom meðal annars fram að nemendur myndu fara yfir

þjóðernishyggju, sem sett er í samhengi við uppgang þjóðernis-popúlisma í Evrópu og margbreytileika fólks. Hluti námskeiðsins fer fram í Gyðingasafninu í Oświęcum í Póllandi og innan girðinga Auschwitz-Birkenau, fyrrum útrýmingar- og vinnubúða nasista.“

Eins og kunnugt er komst meint vísindarannsókn Eyrúnar Eyþórsdóttur og Kristínar Loftsdóttur í fréttirnar á dögunum fyrir kostulega ónákvæmni og byggði meint rannsókn á röngum og villandi upplýsingum, lesa má nánar um það mál með því að smella hér, en þar kom fram áróður gegn vissum stjórnmálaflokkum og Útvarpi Sögu.

Fjölmargir, meðal annars þingmenn og flokksformenn hafa gagnrýnt aðkomu Eyrúnar að kennslu í lögreglufræðum og benda á að kennslan sé í raun pólitísk innræting fremur en kennsla, enda liggi það fyrir að Eyrún sem er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna hafi horn í síðu hægri flokka, setji fram vafasamt kennsluefni þar sem hægri flokkar eru oftar en ekki nefndir í samhengi við öfgahyggju án þess þó að nefna skýr dæmi hvernig tengja megi það tvennt saman hér á landi.

Hér má sjá að námskeiðið hefur verið tekið af dagskrá Háskólans á Akureyri
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila