Ungir fullorðnir deyja skyndilega vegna „dularfullra einkenna“ – hjartað hættir að slá

Blöð í Bretlandi og Ástralíu vara við dularfullum skyndidauða ungs fullfrísks fólks, sem fær hjartaáfall, sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. 90% þeirra sem verða fyrir slíku skyndiáfalli deyja. Í Ástralíu er fólk hvatt til að fara í hjartarannsókn, þótt það kenni sér einskis mein.

Hjartað hættir fyrirvaralaust að slá án nokkurrar sýnilegrar, þekktrar ástæðu

Fólk undir 40 ára aldri er hvatt til að fara í hjartarannsókn, þar sem það gæti þjáðst af „skyndilegum fullorðinsdauða“ Sudden Adult Death Syndrome „SADS“ og dáið í skyndilegu hjartastoppi segir í frétt Daily Mail og News.com.au. Margt ungt fólk hefur nýlega dáið slíkum skyndidauða.

Breska Daily Mail greinir meðal annars frá „skyndilegum fullorðinsdauða“ í dag, sem þýðir, að fólk sem virðist heilbrigt deyr skyndilega úr hjartaáfalli.

Að sögn blaðsins getur hver sem er dáið, burtséð frá því hvort viðkomandi hafi fullt líkamsþrek og lifi heilsusamlegu lífi.

Ástralska fréttasíðan news.com.au skrifar að SADS sé „samheiti til að lýsa óvæntum dauðsföllum ungs fólks“.

Þeir sem verða fyrir áhrifum fá skyndilegt hjartastopp og eru oftast undir fertugu. Hugtakið SADS er notað, þegar engin augljós dánarorsök kemur í ljós við krufningu.

Ekki hægt að ákveða dánarorsök – eftirlifandi aðstandendur í uppnámi

Það verður sérstaklega erfitt fyrir eftirlifendur að meðhöndla þá staðreynd, að ekki er hægt að ákveða dánarorsök SADS tilfella. Hjartalæknirinn Elizabeth Paratz segir við news.com.au:

„Meirihluti SADS atvika, 90 %, eiga sér stað utan sjúkrahúss. Ekki er hægt að bjarga viðkomandi. Þannig að það eru í raun sjúkraflutningamenn og réttartæknar, sem venjulega sjá um þessa sjúklinga. Ég held jafnvel, að læknarnir vanmeti þetta. Við sjáum aðeins þau 10 % sem lifa af og komast á sjúkrahús. Við sjáum aðeins toppinn á ísjakanum.“

Viðvörunarmerki fyrir SADS er fjölskyldusaga með greiningu eða skyndilegu óútskýrðu andláti fjölskyldumeðlims, yfirliði eða flogakasti á æfingu eða þegar fólk er stressað eða hrætt, skrifar vefblaðið. Einnig er sagt, að „flókin áhrif“ af covid-lokunum hafi líklega leitt til fleiri hjartatengdra dauðsfalla samkvæmt hjartalæknum.

Blaðið segir frá konu sem „dó í svefni“ í síðasta mánuði, og tveimur öðrum ungum fullorðnum sem eru sagðir hafa látist úr SADS árið 2021. Í einu tilviki í síðasta mánuði fann móðir nýgifta dóttur sinnar látna við ljósabekk í Bretlandi.

News.com.au skrifar, að fólk í Ástralíu sé hvatt til að fara í hjartarannsókn eftir „eftir flóðbylgju áberandi dauðsfalla.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila