Ungverjaland: „Nú er komið nóg!“ – Neitar að samþykkja ESB-lán til aðstoðar Úkraínu

Péter Szijjartó, utanríkis- og viðskiptaráðherra Ungverjalands. Mynd: Eistneska utanríkisráðuneytið

Evrópusambandið vill skuldsetja aðildarríkin til að hægt sé að senda 18 milljarða evra næsta ár til Úkraínu

Ungverjaland mun halda áfram tvíhliða stuðningi sínum við Úkraínu en mun „undir engum kringumstæðum“ samþykkja sameiginlega lántöku ESB svipaða þeirri, sem átti sér stað á meðan heimsfaraldurinn stóð, segir í frétt Hungary Today.

Á meðan kórónufárið stóð yfir, þá tók ESB 750 milljarða evra að láni til að „endurræsa“ hagkerfið eftir allar lokanir. Markmiðið var að „úthluta 750 milljörðum evra fyrir græn umskipti, stafræna væðingu og félagslega samheldni í sjö ár“ eins og sænskir skattgreiðendur orða það á vefsíðu sinni. Þar er fullyrt, að kórónusjóður ESB hafi verið mistök. Lánið var tekið vegna veiru, sem var með 0,1 % dánartíðni fyrir fólk undir 70 ára í mars 2020.

Ungverjaland ætlar ekki að samþykkja sambærilega lántöku vegna Úkraínu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að senda 1,5 milljarða evra mánaðarlegra til Úkraínu og vill taka sameiginlegt lán sem fer inn sem skuldbinding á fjárlög allra aðildarríkjanna eins og kórónulánið. Péter Szijjartó, utanríkis- og viðskiptaráðherra Ungverjalands, segir:

„Við erum reiðubúin að halda áfram fjárhagslegum stuðningi á tvíhliða grundvelli, á grundvelli tvíhliða samnings milli Úkraínu og Ungverjalands. En við munum engan veginn styðja neins konar sameiginlegar lántökur ESB á þessu sviði. Hvers vegna? Af því að við höfum þegar gert það einu sinni. Við studdum sameiginlegt lán í kórónufaraldrinum og það var meira en nóg.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila