Ungverjaland stöðvar afhendingu vopna ESB til Úkraínu eftir að upp komst um ætlun Zelenskí að sprengja olíuleiðslu til Ungverjalands

Ungverjaland hefur tilkynnt að það muni koma í veg fyrir frekari vopnasendingar frá ESB til Úkraínu. Tilkynningin kemur í kjölfar sífellt fjandsamlegri aðgerða Úkraínu gagnvart Ungverjalandi. Meðal annars uppljóstraði Washington Post, að Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hafi lagt til að sprengja rússneska leiðsla sem liggur í gegnum Úkraínu og sér Ungverjalandi fyrir olíu. Olíuleiðslan er lífsnauðsyn fyrir iðnaðarframleiðslu Ungverjalands.

Eftir Discord lekann svokallaða fyrr í vor voru hundruð skjala sem innihalda trúnaðarupplýsingar frá Bandaríkjunum dreift opinberlega. Washington Post hefur komist yfir fleiri ný skjöl sem ekki hafa verið birt áður.

Zelenskí ætlar að sprengja olíuleiðsluna til Ungverjalands

Kemur fram í gögnunum, að Zelenskí hafi á fundi með aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, Yulia Svyrydenko, lagt til að sprengja rússnesku olíuleiðsluna Druzhba í loft upp. Samkvæmt gögnum leyniþjónustunnar er Zelenskí ekki mikill vinur Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Rússlandi.

„Zelenskí lagði áherslu á, að Úkraína ætti bara að sprengja olíuleiðsluna og eyðileggja iðnaðarframleiðslu Viktors Orbáns, sem er mjög háður rússneskri olíu“.

Ungverskur iðnaður háður rússneskri olíu

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa verið hneyksluð vegna uppljóstrana Washington Post. Annar mál sem fer illa í ungversk stjórnvöld, er að Úkraína hefur sett ungverska bankann OTP á svartan lista. Úkraína heldur því fram að bankinn styðji innrás Rússa. Samkvæmt fréttastofu AFP bregst Ungverjaland núna við með því að koma í veg fyrir frekari afhendingu vopna og skotfæra frá ESB til Úkraínu. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, ræddi ástandið á blaðamannafundi.

„Okkur er öllum ljóst, að Ungverjaland fær olíu í gegnum þessa tilteknu olíuleiðslu. Ef olía hættir að koma til Ungverjalands í gegnum þessa leiðslu, þá er olíunotkun Ungverjalands einfaldlega óframkvæmanleg. Að ekki sé minnst á öll hin löndin sem einnig eru algjörlega háð leiðslunni varðandi olíunotkun sína.“

Orkuafhending er fullveldismál

„Þess vegna beinist þessi ógn augljóslega að fullveldi Ungverjalands, vegna þess að öryggi orkuafhendingar er fullveldismál. Ef einhver krefst þess að komið verði í veg fyrir orkuöflun Ungverjalands, þá er viðkomandi í raun og veru að ráðast á fullveldi Ungverjalands.“

Utanríkisráðherrann segir jafnframt, að það sé „hneyksli og óviðunandi“ að Úkraína hafi sett ungverska bankann OTP á svartan lista. Peter Szijjarto segir:

„Við getum ekki stutt að ESB borgi hálfan milljarð evra til viðbótar í vopnasendingar til Úkraínu í nafni friðar og við munum ekki gefa grænt ljós á það, svo lengi sem OTP bankinn er á þessum lista.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila