Ungverjaland vinnur fyrir hagsmuni fólksins – ekki glóbalistanna

Roger Richtoff fv. liðsforingi hjá Sameinuðu þjóðunum og fv. þingmaður Svíþjóðardemókrata. Mynd © Frankie Fouganthin – CC 4.0

ESB og ekki síst Svíþjóð hafa reynt að beina Ungverjalandi í ákveðna pólitíska átt, sem hefur gert Nató -umsókn Svía erfiðari.

Torsótt Nató-umsókn Svía heldur áfram

Í Ungverjalandi er ríkisstjórn sem vinnur fyrir „hagsmuni ungversku þjóðarinnar en ekki hagsmuni glóbalista“ útskýrir Roger Richthoff fv. liðsforingi Sameinuðu þjóðanna og fv. þingmaður Svíþjóðardemókrata í Swebbtv Nyheter. Langdregin umsókn sænsku valdaelítunnar inn í Nató heldur áfram. Erdogan, sem hefur ekki enn samþykkt aðildarumsókn Svíþjóðar, sigraði í tyrknesku forsetakosningunum. En Ungverjaland hefur heldur ekki hleypt Svíþjóð inn í Nató. Ástæðan eru árásir sænskra ​​stjórnmálamanna á þjóðlega ríkisstjórn Ungverjalands, sem hefur neitað að falla á kné fyrir árásum glóbalistanna. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði á efnahagsráðstefnu í Katar fyrr í maí:

„Stjórnmálasamskipti Ungverjalands og Svíþjóðar eru í slæmum gír.“

Vilja kenna Svíum lexíu

Ungverjar vilja ekki dragast með þær umræður inn í Nató, að sögn ungverska leiðtogans. Um er að ræða erlendar aðgerðir til áhrifa gegn stefnu lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar í Ungverjalandi. Roger Richthoff segir við Swebbtv:

„Það er einfaldlega verið að spyrna mjög eindregið gegn því, að við séum að reyna að hafa áhrif á Ungverjaland, lýðræðisríki með lýðræðislega kjörnum leiðtogum, sem vinna að því sem er ungversku þjóðinni fyrir bestu og eru ekki að gæta hagsmuna glóbalistanna.“

„Né ESB, sem er að miklu leyti stjórnað af glóbalistum. Ungverjar eru sjálfstæðir. Ungverjaland er þjóðríki. Ég held að þeir standi sterkir gegn Svíþjóð til að kenna okkur lexíu. Að við ættum að hugsa okkur um áður en við förum að vinna gegn þessum lýðræðisríkjum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila