Ungversk börn í stað innflytjenda – Viktor Orbán boðar átak í fjölskyldumálum Ungverjalands

Í árlegri ræðu til þjóðarinnar sagði forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, að Ungverjar hyggðust ekki bæta lágar fæðingatölur með innflutningi á fólki frá múslímskum löndum. “Það fæðast sífellt færri börn í Evrópu. Í vestri er fólksinnflutningur svarið. Til að laga tölurnar er einn innflytjandi fenginn í stað þess barns sem vantar. En okkur vantar ekki tölur. Okkur vantar ungversk börn,” sagði Orbán í ræðu sinni. Hann telur fólksinnflutning vera uppgjöf gagnvart lágum fæðingartölum.

Forsætisráðherrann boðaði aðgerðir til að fjölga börnum í Ungverjalandi. T.d. munu ungverskar konur með fjögur börn losna við að greiða tekjuskatt það sem eftir er ævinnar. Konur yngri en 40 ára, sem gifta sig í fyrsta skipti, fá hagstæð lán um 4,3 milljónir ískr. Við fæðingu annars barns minnkar lánið um þriðjung og við þriðja barnið er lánið afskrifað. Hagstæð húsnæðislán eru fyrir fjölskyldur með tvö börn og aðstoð við að eignast bíl.  Skv. ungverska sendiráðinu í Stokkhólmi styðja um 80% Ungverja fjölskyldustefnu ríkisstjórnarinnar. Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila