Upplýsingar: Bandarískir hermenn komnir til Úkraínu

  • Samkvæmt nafnlausum heimildum Pentagon hefur Bandaríski herinn haft hermenn í Úkraínu um nokkurt skeið.
  • Tilgangurinn með nærveru Bandaríkjamanna er sagður vera „að fylgjast með og tryggja vopnasendingar hins vestræna heims til Úkraínu.“
  • Nafnlausu heimildarmennirnir eru sagðir vera m.a. háttsettur varnarmálafulltrúi auk metins fulltrúa bandaríska hersins.

Pentagon fyrirskipaði þann 14. febrúar, að bandarískir hermenn auk þeirra hermanna sem gættu bandaríska sendiráðsins í Kænugarði, ættu að yfirgefa Úkraínu í byrjun árs. Nú virðist ástandið hafa breyst, þar sem bandaríska varnarmálastofnunin segir meira og minna opinberlega frá veru sinni í hinu stríðshrjáða landi.

Háttsettir heimildarmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu á mánudag við Associated Press, NBC News og aðra fjölmiðla í fréttateymi varnarmálaráðuneytisins, að Bandaríkin hafi nú eigin hermenn á úkraínskri grundu.

Opinbera skýringin: Eftirlit með öruggum vopnasendingum

Forsaga og tilgangur „vopnaeftirlitsins“ er opinberlega sögð vera til að koma í veg fyrir, að vopnasendingar fari í rangar hendur. Það hefur sýnt sig alveg frá upphafi stríðsins, að hluta vopnanna sem dælt er inn í Úkraínu er seldur eða hreinlega stolið af glæpahópum.

„Það hefur verið umtalsverður fjöldi af slíku eftirliti“ sögðu talsmennirnir án þess að gefa upp nákvæmlega hvar eftirlitið fór fram. Sögðu að eftirlitið fari ekki fram „nálægt víglínum“ heldur þar sem öryggisaðstæður leyfa.“

Samkvæmt sömu upplýsingum er herlið undir forystu Garrick Harmon hershöfðingja og varnarmálafulltrúa Bandaríkjanna í Kænugarði. Tilkynningin á mánudag er í fyrsta skipti síðan í febrúar sem Washington viðurkennir veru einkennisklæddra bandarískra hermanna í Úkraínu.

Líkt við Víetnamstríðið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lengi varað Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO við að blanda sér í átökin. Áður en tilkynningin var birt á mánudag sagði Pútín, að Rússar væru þegar í reynd að berjast gegn „allri vestrænni hermaskínunni“ í Úkraínu.

Sérfræðingar vara við og sjá líkindi með þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu. Þar hófu Bandaríkin þátttöku sína í styrjöldinni með „eftirliti“ og„eftirlitsmönnum“ á víetnamskri grundu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila