Uppreisn í Frakklandi gegn Covid-19 einræði, skyldubólusetningum og heilsuvegabréfum – á annað hundrað þúsund Frakkar mótmæltu í gær

Á annað hundrað þúsund Frakkar mótmæltu covid-einræði yfirvalda með skyldubólusetningum, bólupössum og þvingandi einangrun. Fylgi Frakklandsforseta hrynur hjá fólki, mest hjá æskunni.

Emmanuel Macron mun ljúka kjörtímabili forsetans bæði smáður og hæddur af Frökkum sem krefjast einstaklingsfrelsis og að fá að ráða sér sjálfir. Ákvörðun forsetans um skyldubólusetningar starfsfólks í heilbrigðisgeiranum ásamt bólusetningarvegabréfum hafa farið ílla í landsmenn og fóru um 115 þúsund Frakkar í mótmæli gegn Covid-19 einræði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu voru veitt leyfi fyrir 137 mótmælagöngum í gær og samkvæmt Reuters tóku gulvestungar þátt í mótmælunum í gær.

Bóluvegabréfið á að innihalda upplýsingar um annað hvort fulla bólusetningu ekki yngri en vikugamla eða neikvætt PCR próf innan síðustu tveggja sólarhringa eða vottorð um bata frá Covid eldra en 15 daga og yngri en 6 mánaða. Þeir sem ekki sýna vegabréfið þegar þeir verða spurðir af yfirvöldum eiga hættu á 6 mánaða fangelsi og 10 þúsund evru sek. Skylda á fólk sem mælist jákvætt með Covid að vera í einangrun í 10 daga.

Frá og með 1. ágúst verður að hafa bóluefnavegabréf til að heimsækja veitingahús, kaffistofur, kvikmyndahús eða ferðast lengri vegalengdir með les. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar sem hefur ekki bólusett sig fyrir 15. september á á hættu að verða rekið úr vinnunni.

Rocco Contento hjá SGP einingu lögreglunnar í París segir það „ógerlegt ef ekki ómögulegt“ fyrir lögregluna að framfylgja lögunum. Segir hann lögregluna ekki hafa krafta til að takast á við öll ný verkefni sem þessi. Lögreglumenn á öðrum stöðum hafa einnig tjáð sig á svipuðum nótum.

Sjá nánar hér, hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila