Ursula Von Der Leyen endurkjörin sem framkvæmdastjóri ESB í skugga bóluefnaleynimakks

Ursula Von Der Leyen hefur verið endurkjörin sem framkvæmdastjóri Evrópusambandsins til næstu fimm ára með 401 atkvæði en atkvæðagreiðslan fór fram í morgun. Niðurstaðan var svo kynnt á hádegi eða um kl.14:00 að staðartíma.

Kjörið fór fram í skugga þess að í gær var kveðinn upp dómur í næstæðsta dómstól Evrópu um að Ursula ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefðu gerst brotleg vegna leyndar sem var látin hvíla yfir bóluefnakaupum á efnum sem notuð voru til bólusetninga gegn Covid. Þá hafði einnig einn umboðsmanna Evrópusambandsins á árinu 2022 sakað Ursulu fyrir misferli í opinberu starfi vegna þess að hún neitaði að birta texta­skila­boðasamskipti hennar við Al­bert Bourla, for­stjóra Pfizer.

Dómstólinn ávítaði Ursulu og framkvæmdastjórnina í dómnum og benti meðal annars á að almenningi hefði ekki verið veittur nægjanlegur aðgangur að samningunum auk þess sem.

Segja má að rök framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómi hafi verið afar sérkennileg en því var borið við að þessari leynd hafi verið haldið til þess að verja friðhelgi einkalífs en dómurinn hafnaði alfarið þeim rökum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila