Útilokar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um sæstreng

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra útilokar ekki að ef til stæði að leggja sæstreng hingað til lands að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðlaugur segir að hann telji jafnframt að ef til slíkrar ákvörðunar í nánustu framtíð yrði ákvörðunin alltaf þjóðarinnar ” ég útiloka ekki þjóðaratkvæðagreiðslu og ef að einhver ætlaði að leggja sæstreng færi það alltaf til þjóðarinnar, hvort hægt sé að setja ætti slíkt í lagafrumvarp er eitthvað sem þingið þyrfti að skoða“,segir Guðlaugur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila