„Valdhafarnir sem þú kaust aldrei“ – heimildarmynd um Endurræsinguna miklu

Á örfáum klukkustundum hefur ný heimildarmynd Jonas Nilsson „Valdhafarnir sem þú kaust aldrei“ fengið meira en 20.000 áhorf. Heimildarmyndin (sjá enska útgáfu neðst á síðunni), sem meðal annars fjallar um áhrif World Economic Forum í heiminum, var frumsýnd í gær á sænsku bóka- og fjölmiðlasýningunni í Stokkhólmi. Fréttaritari Útvarp Sögu var á staðnum, sem var vel sóttur af sænskum frelsisunnendum, listafólki og fjölmiðlafólki.

Heimildarmyndin hefur náð mikilli útbreiðslu á stuttum tíma

„Valdhafarnir sem þú kaust aldrei“ fjallar um hvernig fjármálaelítan hefur áhrif á heiminn og samfélagið í gegnum samtök eins og World Economic Forum og Bilderberg Group. 50 mínútna löng heimildarmynd sem kafar ofan í málin.

Heimildarmyndin var sett út á netið í gærkvöldi og varð strax vinsæl með stígandi fjölda áhorfa. Hver sem er getur hlaðið myndina niður, sem einnig hefur náð mikilli útbreiðslu á Twitter.

Jonas Nilsson kvikmyndagerðarmaður sagði í viðtali við sænsku bóka- og fjölmiðlamessuna:

– Þeir segja opinskátt, það sem þeir vilja gera. Þeir vilja afnema landamæri, þeir vilja að alþjóðleg fyrirtæki renni saman við það, sem við teljum vera ríkisstofnanir og þeir vilja stofna alheimsstjórn. Og ferlið er í gangi. Þeir hafa unnið að þessu mjög lengi.

– Þetta er það, sem þeir segja sjálfir. Þetta er bæði opinská en á sama tíma afar dökk dagskrá, vafin inn í falleg orð eins og „sjálfbærni“ og „félagslegt réttlæti“. En stefnan leiðir einungis til meira valds til þeirra og minna valds til einstakra þjóðríkja.

Dyggir meðalskussar verðlaunaðir með pólitískum stöðum

Hnattrænu tengslanetunum tekst ekki að fá nein „ofurmenni“ til liðs við sig. Frekar hið gagnstæða.

– Þú sérð þetta á öllu pólitíska yfirborðinu. Allir sem hafa verið í dyggri þjónustu við stefnumótun alþjóðahyggjunnar eru verðlaunaðir með pólitískum stöðum. Stjórnmálaforysta okkar í Svíþjóð og í heiminum, sem er undir áhrifum þessara glóbalista, er ákaflega vanhæft fólk. Þetta eru í besta falli meðalskussar. En eru ríkulega verðlaunaðir fyrir dygga þjónustu sína.

Til þess að leysa vandann ættu menn umfram allt að skapa almenna vitund um tilvist, völd og starfsemi hnattræningjanna. Jonas Nilsson telur að dreifa eigi völdum til sveitarfélaga. Síðan þurfa þjóðríkin að takmarka áhrif alþjóðastofnana.

Maðurinn er fæddur frjáls og á að vera frjáls

– Ég trúi því að maðurinn sé fæddur frjáls og eigi að vera frjáls. Ég held af öllu mínu hjarta, að það sem þeir eru að reyna að þröngva upp á heiminn sé eitthvað mjög ómanneskjulegt. Þeir eru að reyna að gera eitthvað við okkur sem er ekki það sem við erum. Og þetta er svo ósvífið, því þeir fara ekki dult með markmiðin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila