Vantar að mannleg gildi séu kennd í grunnskólum

Það er skortur á að mannleg gildi séu kennd í grunnskólum landsins og það sætir furðu að þau gildi séu ekki kennd. Fólk getur verið langt fram eftir ævinni að að takast á við tilfinningar sínar og áföll. Þetta sagði Páll Erlendsson rithöfundur í Menntaspjallinu en hann var gestur Valgerðar Snæland Jónsdóttur.

Páll segir að hann skynji það vel að hér sé allof mikil áhersla lögð á huglæga greind og það sjáist mjög glöggt þegar fólk kemur úr menntskólum og fer í háskóla. Þetta geri það að verkum að það sé mikill skortur á tilfinningagreind í samfélaginu og svo sé fólk einmitt fram eftir ævi að takast á við tilfinningar sínar og áföll í stað þess að fólk geti verið búið að læra hvernig á að takast á við tilfinningar sínar.

Þekkir þetta af eigin raun

Páll segir að hann sjálfur sé mikil tilfinningavera og það speglist í ósætti hans við skólakerfið að það var ekki að gefa honum það sem hann þurfi á að halda þegar hann var ungur drengur. Þetta hafi meðal annars birts í því að þegar hann gekk framhjá skólanum sínum þegar hann var drengur átti hann það til að taka stein og kasta í rúðuna á skólanum því honum hafi liðið mjög illa með þetta. Hann hafi líka áttað sig á að eitthvað væri einnig að vestrænni læknisfræði og því hafi það verið hans ástríða síðan að opna umræðuna um þessi mál.

Hann hafi síðan árið 1996 farið að læra heilun og hafi þá komst að því að þar sé verið að vinna með vitund og orku og þar hafi hann fundið lykilinn að því sem honum hafi fundist vanta í vestrænni læknisfræði.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila