Vanþekking að telja að hægt sé að fara í orkuskipti í skipaflutningum

Það afhjúpar vanþekkingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í orkumálum að hún telji að fyrirtæki í skipaflutningum geti farið í orkuskipti til þess að sleppa við að borga kolefnisgjald. Það er algörlega óraunhæf leið .Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Sigurjónssonar rafmagns og efnaverkfræðings í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra í dag.

Kristinn segir raforkuna alveg út úr myndinni þar sem hún geti ekki geymst nema á rafgeymum og til þess að geta knúið skip þurfi svo stóra geyma að skipin gætu hreinlega ekki borið þá.

„ég held að þetta sé til þess að þetta fólk sé í afneitun og trúi því að einhver önnur orka sé möguleg önnur en kolvetnisorka eins og til dæmis olía sem skip nota. Það er hins vegar ekki rétt og afhjúpar þekkingar og menntunarleysi hvað þessi mál varðar og það þekkingarleysi teygir sig um allt stjórnkerfið“segir Sigurjón.

Hann bendir á að það sé alveg sama hvort um sé að ræða kjarnorku, raforku, vetnisorku eða hverja aðra orku sem ekki innihaldi kolvetni, hún sé vita gagnslaus þegar kemur að skipaflutningum.

Hann segir að jafnvel þó einhver önnur tækni sem gæti nýst væri í sjónmáli væri ekki hægt að nota hana hvort sem er nærri strax því þegar ný tækni líti dagsins ljós líði allt að 25 til 30 ár þar til hún gæti komið til daglegrar notkunar.

Gjaldið á skipafélögin mun hækka vöruverð á Íslandi

Hann segir að þess vegna sé engin önnur leið fyrir fyrirtæki í skipaflutningum en að greiða kolefnisgjaldið verði það sett á. Gjaldið muni hins vegar augljóslega hækka vöruverð hér á landi.

„svo verður gjaldið sjálfsagt notað til þess að nðurgreiða vöruflutninga sem á meginlandinu fara mest megnis fram með vörulestum og því kemur vöruverð erlendis til með að lækka og við erum látin borga brúsann“

Aðspurður um hvort hann telji að einhvers konar ótti við Evrópusambandið valdi því að farið sé í að setja kolefnisgjaldið á segir Kristinn að það spili líklega inn í. Þetta sé svo sett þannig fram að gjaldið verði að borga vegna hlýnunar jarðar þrátt fyrir að hér ríki kulda og hitaskeið á víxl. Slík gjöld séu sett á fyrst og fremst til þess að stjórna samfélögum, það sé gert með því að stýra hvert fjármagnið fer.

Kristinn segir að þó svo hægt væri að rafvæða flutningaskipin þá sé landið þegar nánast þrotið af raforku og ekkert hafi verið virkjað samhliða aukinni orkuþörf til dæmis vegna fjölgum rafbíla.

Kristinn bendir einnig hins vegar á að það sé ekkert sem sé hættlegt við kolefni, það sé til að mynda notað í gosdrykki sem kolsýra.

Hægt er að hlusta á ítarlegri greiningu Kristins í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila