Vanvirðing og skrumskæling á lýðræðinu að gera upp á milli frambjóðenda

Sú framkoma meginstraums fjölmiðlanna að gera upp á milli frambjóðenda á grundvelli niðurstaðna skoðanakannana er ekkert annað en vanvirðing og skrumskæling á lýðræðinu og slíkt á ekki að eiga sér stað. Þetta segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000 en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ástþór segir það hreinlega ekki ganga upp að Morgunblaðið og Stöð2, Vísir og Heimildin sem fái hundruð milljóna úr vösum skattgreiðenda í styrki hagi sér með slíkum hætti í aðdraganda forsetakosninganna og hegði sér eins og RÚV.

Meistaradeildin stofnuð

Ástþór bendir á að þetta hafi til dæmis orðið til þess að hópur þeirra frambjóðenda sem svona er komið fram við stofnuðu það sem þeir hafa kosið að kalla meistaradeild frambjóðenda ákvaðu að hald saman hópinn og héldu meðal annars sameiginlegan kosningafund á Akureyri þar sem fólk hreinlega troðfyllti húsið.

Hann segir að viðtökurnar hafi verið svo góðar við fundinum á Akureyri að hópurinn hafi ákveðið að halda annan svipaðan fund í formi kvöldvöku sem fram fer í Kolaportinu þriðjudagskvöld kl.20:00. Ástþór segir að þar verði glatt á hjalla. Frambjóðendurnir ætli meðal annars að taka lagið og halda þar ræður og segir Ástþór að húsið verði opið líklega til eitt eftir miðnætti.

Gallup tengist einum frambjóðanda beint

Aðspurður um fyrirhugaðar kappræður frambjóðenda áfimmtudag og föstudag segir Ástþór að Stöð2 hafi til að mynda ekki boðið honum þangað og því ljóst að þar verði ákveðnir frambjóðendur útilokaðir. Þá ætli RÚV einnig að raða frambjóðendum upp á grundvelli skoðanakannana segir Ástþór og það skandal því til dæmi séu um að fyrirtæki sem framkvæmi skoðanakannanir eins og Gallup tengist tilteknum frambjóðanda beint.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila