Var Þórólfur búinn að gleyma fundinum sem hann átti með Pfizer vegna samningana?

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir

Á fundi Almannavarna og sóttvarnalæknis sem fram fór í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann væri ekki aðili að þeim samningi sem gerður voru við lyfjarisana og hefði því ekki séð þá. Þetta rímar ekki við þær yfirlýsingar Þórólfs sem hann lét frá sér fara í síðdegisútvarpinu á Bylgjunni þann 5.febrúar á síðasta ári því þar sem hann staðfesti meðal annars að hann væri í beinum samskiptum við Pfizer og jafnframt að hann væri að bíða eftir samningsdrögum lyfjarisans til þess að fara yfir og meta hvort samningurinn væri ásættanlegur til samþykktar.

DV skrifaði frétt um málið sama dag og viðtalið við Þórólf á Bylgjunni fór fram, en í viðtalinu var hann spurður um orðróm þess efnis að bóluefni yrði væntanlegt innan skamms en í frétt DV segir orðrétt:

„Þórólfur segist ekki vita hvaða orðrómurinn kemur en segir að hann sé í samskiptum við Pfizer og að hann eigi fund með þeim í næstu viku. Ekki tók hann fram um hvað fundurinn snýst en segist vera að bíða eftir samningsdrögum Pfizer Hann tekur fram að ekki sé víst að samningurinn eða samningsdrögin verði ásættanleg og að það þurfi bara að taka afstöðu þegar kemur að því.“

Í frétt Útvarps Sögu frá því í gær var ítarlega farið yfir það sem fram kom í máli Þórólfs á fundi Almannavarna og sóttvarnalæknis, en eins og fyrr segir hélt Þórólfur því fram að hann væri ekki aðili að samningunum eða hefði séð þá.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila