Þær breytingar sem gerðar hafa verið á í iðnnámi í Þýskalandi og breytingar á ákvæðum um lögverndun hafa ekki gefið góða raun í Þýskalandi og því ætti að hafa það til hliðsjónar við þær breytingar sem hér hafi verið gerðar. Þetta var meðal þess sem kom fram í Menntaspjallinu en þar voru gestir Valgerðar Jónsdóttur þau Sigurður Már Guðjónsson formaður Landsambands bakarameistara og Linda Grétarsdóttir hársnyrtir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Breytingar á lögverndun iðngreina í Þýskalandi höfðu slæm áhrif
Fram kom í þættinum að breytingar í Þýskalandi hafi verið gerðar þar sem lögverndun var afnumin fyrir um helming allra starfsgreina. Þessar breytingar höfðu víðtæk áhrif á gæði þjónustu og stöðu fagaðila innan iðnaðarins. Þessi þróun hafi síðan haft áhrif á fleiri Evrópuríki, þar á meðal Ísland, þar sem svipaðar breytingar hafa verið til umræðu og í sumum tilfellum framkvæmdar.
Vald starfsgreinaráða skert
Bent var á að vald starfsgreinarráða hafi verið skert, en þau voru áður ábyrg fyrir gerð námsgagna og kennsluskráa. Nú séu þau aðeins ráðgefandi aðilar, sem geti haft áhrif á gæði og eftirlit með menntun í greinum sem eru mikilvægar fyrir innviði samfélagsins.
Mikilvægt að tryggja að lögverndum starfsgreina hérlendis verði ekki afnumin
Þrátt fyrir þessar breytingar í Þýskalandi hafa þingflokkar þar staðið saman og samþykkt að endurheimta lögverndun í tólf starfsgreinum. Þetta er fordæmi sem gæti verið til eftirbreytni á Íslandi, þar sem mikilvægi samstöðu meðal iðnaðarmanna og fagaðila er lykilatriði til að tryggja að lögverndun verði ekki afnumin í fleiri greinum hérlendis.
Afnám lögverndunar gæti veikt stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi
Bent var á í þættinum ef lögverndun verði ekki viðhaldið, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir gæði þeirrar þjónustu sem neytendur fá. Jafnframt gæti það veikt stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi, þar sem fagaðilar með mikla þekkingu og reynslu séu hornsteinar samfélagsins. Fagaðilar í iðngreinum, eins og bakarar, píparar og hárgreiðslumeistarar, hafi kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki þessi mál alvarlega.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan