Varnamálaráðherra Breta varar við stríðsátökum við Rússland og Kína innan sjö ára

Varnarmálaráðherra Breta, Ben Wallace, beitir sér fyrir auknum útgjöldum til varnarmála í fjárlögum Jeremy Hunt og segir að heimurinn sé „hættulegri, óstöðugri og óöruggari“ eftir innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Hann varar við því, að Bretar verða í „heitu eða köldu stríði innan sjö ára.“

Wallace varar við stríðsátökum við Rússland eftir innrás Rússlands í Úkraínu, hættuna af „rísandi Kínaveldi“ og vaxandi öfgum í Afríku.

„Stríðið er á leiðinni“

Í samtali við Financial Times á föstudag fullyrti varnarmálaráðherrann, að

„Heimurinn verður hættulegri, óstöðugri staður í lok áratugarins og varnir verða mikilvægari í lífi okkar. Heimurinn er að sjá lok óeðlilegs friðartímabils eftir kalda stríðið og átök eru á leiðinni með fjölda andstæðinga um allan heim.“

Wallace hefur biðlað til Jeremy Hunt, fjármálaráðherra, um að setja fasta tímaáætlun um að auka herútgjöld Bretlands úr 2,1% í 2,5% af vergri landsframleiðslu. Hunt hafði áður lýst yfir stuðningi sínum við tillöguna og lofaði í mars að útvega varnarmálaráðuneytinu 11 milljarða punda til viðbótar á næstu fimm árum. Wallace lagði áherslu á að það þyrfti að nútímavæða breska herinn sem væri um „15 árum á eftir“ í hernaðarþróuninni.

Fagnar 100 milljarða evra sjóði til uppbyggingar á her Þýskalands

Varnarmálaráðherrann fagnaði einnig nýlega tilkynntum áformum Þýskalands um að stofna 100 milljarða evra sjóð til að nútímavæða her sinn og sagði það „mikilvæg skilaboð til [fólks] víðsvegar um Bretland, að við snúum aftur til þess tíma, þar sem fjárfest verður í varnarmálum.“

Samtímis og Wallace þrýstir á um aukin hernaðarútgjöld og meiri hernaðarstuðning við Úkraínu, hefur hann einnig komið með áætlanir um að fækka fótgönguliði úr 82.000 í rúmlega 72.000 með þeim rökum, að ný tækni krefjist ekki jafn margra hermanna og áður. Wallace segir að Bretar og aðrir bandamenn séu „á varðbergi“ gagnvart notkun rússneska hersins á óhefðbundnum vopnum í Úkraínu ef fyrirhuguð gagnsókn Úkraínuhers gangi vel og segir að „ef Rússar beiti efnavopnum muni verða brugðist hart við því.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila