Varnarmálaráðherra Svíþjóðar: Við munum berjast gegn Rússlandi burtséð frá aðild að Nató

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonson, segir aðild Svíþjóðar að Nató ekki aðalatriðið varðandi stríð gegn Rússlandi. Svíþjóð muni berjast gegn Rússlandi, þótt landið sé ekki orðinn Nató-meðlimur. Mynd: Ninni Andersson/Stjórnarráðið.

Svíar geta gengið til liðs við Nató í beinu, alhliða stríði gegn Rússlandi, jafnvel þótt sænska Nató -umsóknin verði ekki samþykkt í tæka tíð. Svíþjóð er ekki aðili að Nató en ætlar engu að síður að fara í stríð gegn Rússlandi. Það eru skilaboð hægri stjórnarinnar, að sögn Sænska Dagblaðsins SvD.

Ef Nató lendir í beinum átökum við Rússland mun Svíþjóð ekki sitja á hliðarlínunni sem hlutlaust land. Þvert á móti. Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonson, segir samkvæmt SvD:

„Okkar stefna er sú, að við munum standa eins mikið með Nató og hægt er.“

Og þetta gildir, þó svo að Svíþjóð sé enn ekki aðili að hernaðarbandalaginu undir forystu Bandaríkjanna eða verði það í náinni framtíð.

Að sögn Ulf Kristersson, forsætisráðherra, eru kröfur Tyrklands ómögulegar og Svíþjóð mun ekki verða við þeim kröfum, sem Tyrkir hafa sett fram sem skilyrði til að samþykkja Nató-umsóknir Svía og Finna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila