Veðurspá: Rigning á landinu í dag

Það verður veruleg rigning á landinu í dag en þó ekki mjög kalt eða mikill vindur samkvæmt spákortum dagsins. Fyrri partur dagsins verður þó heldur þurrari en upp úr hádeginu tekur að rigna nánast á landinu öllu og á flestum stöðum er um talsverða úrkomu að ræða. Á miðvikudag og fimmtudag verður annað uppi á teningnum en þá er gert ráð fyrir heiðskýrum himni og sól.

Höfuðborgarsvæðið

Suðaustan 3-10 m/s og rigning en snýst í suðvestan 5-10 og dregur úr úrkomu í nótt. Norðan 8-13 og bjartviðri eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 9 stig.

Faxaflói

Austlæg átt, 5-10 m/s en 8-15 sunnantil. Þykknar upp og fer að rigna í nótt. Hiti 4 til 10 stig.

Landið allt næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi.

Á föstudag:
Vestlæg átt og lítilsháttar væta vestanlands og stöku él fyrir norðan en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmarki fyrir norðan upp til 6 stiga syðst.

Á sunnudag:
Ákveðin austanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomuminna vestantil. Hiti breytist lítið

Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt, él eða slydduél fyrir norðan og austan en þurrt að kalla suðvestantil. Kólnandi veður.

Fylgjast má með þróun veðurs í rauntíma með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila