Vel hægt að ná góðum kjarasamningum en ekki bjartsýnn á að það gerist

Gunnar Smári Egilsson

Það er vel hægt að ná mjög góðum kjarasamningum fyrir almenning þar sem fyrirtækin standa mjög vel og hafa vel efni á hækkunum en ekki er tilefni til bjartsýni á að góðir samningar náist. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gunnars Smára Egilssonar formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann ver gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar Smári segir að ástæða þess að hann sé ekki bjartsýnn á að samningar náist sé vegna þess að til þess að þeir náist þurfi að taka á einu helsta vandamáli Íslensks launafólks sem sé gríðarlega hár húsnæðiskostnaður, sér í lagi hjá þeim sem séu í leiguhúsnæði. Því þurfi hið opinbera að koma með lausn á húsnæðismálunum en að mati Gunnars muni það ekki gerast á meðan Bjarni Benediktsson situr í stóli fjármálaráðherra. Það sé hans mat að Bjarni hafi hagsmuni almennings ekki að leiðarljósi heldur aðeins hagsmuni hinna ríku.  Aðspurður um hvort hann telji að það verði átök á vinnumarkaði segir Gunnar að hann telji að svo verði.

Hann bendir á að hér sé tvenns konar ástand, það er annars vegar það sem skilgreinist sem almennt ástand og hins vegar sérstakt ástand á húsnæðismarkaði þar sem fótunum er kippt undan fólki með breytilega vexti, það verði að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði.

Hann segir húsnæðiskostnaðinn vera mestu ógnina við kaupmátt almennings og við þeim vanda verði að bregðast því hann bitni mest á þeim sem minnst eiga, t,d ungu fólki og láglaunafólki sem hafi ekki efni á að kaupa húsnæði og er hrakið út á leigumarkaðinn. Stigið þar fyrir ofan sem er í svolítið betri stöðu freistast til þess að taka óverðtryggðum vöxtum sem seðlabankastjóri hefur nú skrúfað upp úr öllu valdi og kippir fótunum undan fólki.

„við erum að tala um ástand sem er gagnvart þessum hópi sem kannski spannar 15% af heimilunum sem er þannig að það er í líkingu við hrunið“segir Gunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila