Mikill hagvöxtur knýr verðbólguna áfram

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og við­skipta­ráðherra segir ástæður verðbólgunnar vera af ýmsum toga meðal annars mikill hagvöxtur en að stærsti þátturinn sé þó að laun almennings á Íslandi séu of há. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Lilja segir raunlaun hér á á landi skeri sig alveg úr þegar þau séu borin saman við raunlaun í Bretlandi eða Noregi. Það sé mun meiri hagvöxtur á Íslandi og vanáætlaður hagvöxtur þannig verðbólgan komi fyrst og síðast í gegnum þróttmikið hagkerfi, miklar launahækkanir og því sé mikil þennsla.

Hún segir að hlutverk ríkisstjórnarinnar í því ástandi sem nú er sé að boða aðhald og það standi til því meðal annars er gert ráð fyrir nokkur hundruð milljóna króna niðurskurði í hennar ráðuneyti og öðrum ráðuneytum.

Aðspurð um hvort ekki sé hægt að draga úr umsvifum ríkisins til dæmis á þeim fjármunum sem nýttir eru til verkefna sem ekki séu á Íslandi segir Lilja að það sé ekki svo stórt hlutfall fjár sem fari í það stærstur hluti eða 89% fari í verkefni sem snúi beint að Íslandi. Þar séu tveir megin pólar sem vegi hvað þyngst, það sé heilbrigðiskerfið þar sem útgjöld hafi vaxið gríðarlega sem og almannatryggingakerfið sem líka hafi vaxið gríðarlega.

Aðspurð um hvað ríkisstjórnin ætli að gera fyrir fólk vegna mikilla vaxtahækkana segir Lilja að ríkisstjórnin stjórni ekki peningastefnunni.

„það sem peningastefnan er að fást við er í fyrsta lagi vinnumarkaðurinn og þessu háu raunlaun og mjög rausnarlegir kjarasamningar“segir Lilja.

Nálgast má þáttinn hér í fréttinni innan skamms

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila