Verður ekki var við mikinn áhuga þeirra tekjuhærri að þeir tekjulægri hækki í launum

Aðalsteinn Baldursson.

Það fer lítið fyrir því að hinir tekjuhærri sýni hækkun lægstu launa mikinn áhuga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns Verkalýðsfélagsins Framsýnar í þættinum Annað Ísland í dag en hann var viðmælandi Gunnars Smára Egilssonar. Aðalsteinn segist ekki hafa skýringar á hvers vegna ekki sé meiri samstaða og stuðningur við þá sem lægst hafi launin en ljóst sé að það væri öllum til hagsbóta að hækka laun þeirra. Í þættinum var að vanda staða verkalýðsmálanna krufin til mergjar en einnig var fjallað um stöðu leigjenda. Meðal gesta voru Aðalsteinn Baldursson, Ragnar Þór Ingólfsson, Harpa Njálsdóttir og Margrét Kristín Blöndal. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila