Verið að féfletta millistéttina í landinu

Staðan hjá hinum almenna manni í samfélaginu er ekki góð þó annað komi fram í nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Staðreyndin er sú að það eru heimilin og minni fyrirtæki sem borga brúsann með þeim ofurvöxtum sem lagðir eru á þjóðina. Það er verið að stórskaða velferð þjóðarinnar. Ber engin ábyrgð á því að skerða lífsgæði þjóðarinnar með því að ausa stöðugt fjármunum úr landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Arnþrúður benti á að sé sá hópur sem áður taldist vera millistétt í þeirri stöðu núna að endar nái ekki saman og fólk vinni myrkranna á milli til þess að geta greitt þá háu vexti sem eru í landinu. Það sé ekkert eðlilegt að lán sem hafi verið með greiðslubyrði um 300 þúsund kr. á mánuði séu nú orðið 500 þúsund á mánuði. Samkvæmt skýrslu peningastefnunefndar má búast við þessu ástandi næstu misserin.

Eignaupptaka

Á sama tíma er verið að ausa fjármunum í gríð og erg út úr landinu og núna síðast 16 milljörðum tíl Úkraínu til þess að fjármagna hernað þar í landi. Það væri ráð að ríkisstjórnin hætti að ausa fjármunum úr landi og fari að leysa úr vanda heimilanna. Segir Arnþrúður að þetta sé ákveðin stefna að halda heimilunum og smærri fyrirtækjum í þessum heljargreipum og sé gert með vitund og vilja stjórnvalda. Þetta er veruleg eignatilfærsla og bitnar mest á þeim verst settu og greinilega á að taka niður millistéttina í landinu í leiðinni.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila