Verkalýðsfélögin fordæma brottrekstur Heiðveigar úr Sjómannafélagi Íslands

Verkalýðsfélögin Framsýn á Húsavík, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem félögin fordæma brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Í tilkynningunni benda félögin á að með brottrekstrinum missi Heiðveig mikilvæg réttindi sem séu hluti af velferð launafólks, auk þess sem réttindin tryggi vernd félagsmanna gagnvart atvinnurekendum. Þá segir í tilkynningunni að félögin telji brottrekstur Heiðveigar ólögmætan og hvetja Sjómannafélagið til þess að afturkalla gjörninginn. Heiðveig María var gestur í þættinum Annað Ísland í gær þar sem hún fjallaði um brottrekturinn en hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila