Site icon Útvarp Saga

H&M dregur inn bónusa og framleiðir öryggisfatnað gegn kórónuveirunni

Alþjóða fatafyrirtækið H&M eða Hennes og Mauritz afturkallar arðgreiðslur til hluthafa og umbreytir framleiðslu á tískufatnaði yfir í framleiðslu á öryggisfötum gegn kórónuveirunni. Ætlar fyrirtækið að gefa framleiðsluna til sjúkrahúsa og heilbrigðiskerfisins. 


Forstjóri H&M Helena Helmersson segir að 

”Kórónaveiran hefur gríðarleg áhrif á hvert og eitt okkar og H&M reynir eins og svo margir aðrir, að gera sitt besta til að aðstoða í þessarri algjörlega sérstækri stöðu. Við lítum á þetta sem fyrsta skrefið í hjálparaðgerum okkar. Við stöndum öll saman í þessu og verðum að nálgast þetta í sameiningu eins og hægt er.”


H&M hefur lokað tímabundið 3.441 af samanlegt 5.062 búðum sínum í öllum heiminum. Það þýðir að búið er að loka 68% af búðunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla