Site icon Útvarp Saga

Verstu kvennakúgarar heims í varaforsæti jafnréttisnefndar Sameinuðu þjóðanna

Ísland er númer 1 en Jemen er versta ríki heims í jafnréttismálum kynjanna og varð númer 149 af 149 löndum í jafnréttismælingum í fyrra sjá hér.
Marwan Ali Noman stjórnmálamaður frá Jemen var nýlega kosinn varaforseti UN Women hjá Sameinuðu þjóðunum sem leiðir jafnréttisbaráttu kvenna gegn kúgun og misrétti í heiminum.

Eins og að skipa brennuvarg sem slökkvistjóra í höfuðborginni,” segir Hillel Neuer forstjóri mannréttindasamtaka SÞ, UN Watch, í tilkynningu, þar sem kosning Jemen til að leiða kvenréttindamál SÞ er harðlega fordæmd.

Við skorum á Antonio Guterres aðalritara SÞ að taka afstöðu gegn og fordæma þessa furðulegu og siðferðilega kolröngu ákvörðun sem sendir fullkomlega röng skilaboð frá samtökum sem eiga að vernda konur frá kúgun.” Neuer spyr, hvernig SÞ geta kosið Jemen sem varaforseta UN Women „þegar landið leyfir umskurn kvenna, neitar konum um heilsugæslu nema með leyfi karlkyns ættingja og metur vitnisburð kvenna til helmings á við vitnisburð karla?Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla