Vestræna elítan lifir ekki í raunveruleikanum – „siglir Titanic á fullri ferð áfram á meðan skipið sekkur“

Scott Ritter. © Mynd: David Shankbone (CC BY-SA 3.0)

Stjórnmálamenn hins vestræna heims hafa gengið berserksgang þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Þeir haga sér eins og þeir væru að reyna að sigla Titanic til New York eftir að skipið sigldi á ísjakann, segir Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, í samtali við Redacted (sjá neðar á síðunni). „Þessu er lokið. Þið framlengið bara þjáningar Úkraínu“ fullyrðir hann.

Eitt af aðalefnum á ráðstefnunni í Davos í ár hefur verið Úkraínustríðið. Samkvæmt „valdaelítunni“ í hinum vestræna heimi þarf að senda meira og enn þá meira af vopnum til Úkraínu. Það er eina leiðin til friðar, er fullyrt. Svíþjóð er í fararbroddi og boðar stöðugt nýjar vopnasendingar.

En að sögn Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna, lifa vestrænir ráðamenn í ímynduðum heimi.

„Ég vil ekki vera of hæðnisfullur hér. En það er engin önnur leið til að segja það. Því þetta er ekki alvarlegt fólk. Þeir hafa alvarlegar stöður, en það sem þeir segja er algerlega ótengt raunveruleikanum, því sem er að gerast og því sem raunverulega mun gerast.“

Eins og að sigla Titanic á fullri ferð áfram á meðan skipið sekkur

„Það er eins og skipstjórinn og áhöfnin á Titanic hafi safnast saman eftir að þeir lentu í árekstri við ísjakann og segja, að ísjakinn skipti engu máli. „Við munum komast til New York. Fullan hraða áfram.“ Vatnið streymir inn, skipið sekkur. – Áfram, áfram. Ísjakinn skiptir ekki máli.“

„Fyrirgefðu. En ísjakinn vann. Og til allra í Davos: Rússland hefur unnið. Þetta er búið. Þú getur framlengt þjáningar Úkraínu. Því það er það eina sem gerist núna. Það var þegar viðurkennt síðasta vor að markmiðið væri að skaða Rússland eins mikið og hægt væri. Þetta hefði átt að fá alla Úkraínumenn til að bregðast við og hætta.“

Segja Úkraínu í reynd vera Natómeðlim

Scott Ritter bendir á að hann hafi verið settur út á þekju fyrir að hafa sagt í langan tíma, að það sem raunverulega sé í gangi sé umboðsstríð milli Úkraínu og Nató:

„Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði nákvæmlega það sama. Svo ég hlakka til að nafnið hans verði sett við hliðina á mínu.“

Í nýlegu viðtali við BBC sagði Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, að Úkraína væri í raun orðin aðili að NATO:

„Úkraína sem land og her Úkraínu, gerðist aðili að NATO. De facto (reyndar), ekki de jure (löglega), vegna þess að við höfum vopn og skilning á því hvernig á að nota þau.“

Deila