Vesturlönd á einræðisvegferð – notuðu Covid til að koma á „skoðanalögreglu“

Netið átti að tryggja upplýsingaskipti um allan heim og vera tæki til frelsis. En valdaelítan reynir að stöðva þetta og breyta internetinu í staðinn „í tæki ritskoðunar og félagslegs eftirlits“ að sögn bandaríska blaðamannsins Matt Taibbi.

S.l. fimmtudag var blaðamaðurinn Matt Taibbi yfirheyrður á bandaríska þinginu um Twitter-skjölin, sem sýna hvernig yfirvöld og risar á samfélagsmiðlum eins og Twitter unnu að því að þagga niður í umræðum meðan á Covid stóð. Matt Taibbi er blaðamaðurinn sem fékk fyrirspurn frá „heimildarmanni“ í lok síðasta árs um að skoða Twitter-skjölin. Hann útskýrði m.a.:

„Að segja að málið hafi vakið mikinn áhuga almennings væri væri ekki allur sannleikurinn. Tölvan mín leit út eins og spilakassi. Fyrsta tístið um lokun á Hunter Biden fréttunum einum og sér fékk 143 milljónir áhorf og 30 milljónir gerðu athugasemdir.“

Okkar eigin ríkisstjórn er í forystuhlutverki

Hugmyndin var upphaflega að Internetið myndi auka upplýsingaskipti á heimsvísu og þannig gera heiminn lýðræðislegri. Að sögn Taibbi átti netið að gera allar tilraunir til að stjórna upplýsingaflæði ómögulegar. En Twitter-skjölin sýna þess í staði gríðarlega tilraun valdaelítunnar til að „breyta internetinu í tæki ritskoðunar og félagslegrar eftirlits.“ Er það gert með því að nota gríðarlega lista sem innihalda nöfn tugþúsunda manna með skoðanir eða samúð sem teljast „misvísandi upplýsingar,“ „rangar upplýsingar“ eða „falsupplýsingar.“ Matt Taibbi segir:

„Síðarnefnda hugtakið er bara skammaryrði fyrir „satt en óþægilegt.“ Okkar eigin ríkisstjórn virðist því miður vera þarna í forystuhlutverki. Að búa til slíka lista er óneitanlega mynd af stafrænum McCarthyisma.“

Fólki oft bannað á samfélagsmiðlunum

En fólk er ekki aðeins fjarlægt frá samfélagsmiðlum, heldur einnig frá greiðsluþjónustu eins og PayPal og hópfjármögnunarsíðum eins og GoFundMe. Að sögn Taibbi er þetta ritskoðunarkerfi sem hefur verið þróað í „ógnvekjandi kerfi“ sem er notað án réttrar málsmeðferðar til að refsa fólki.

„Við komumst að því, að Twitter, Facebook, Google og önnur fyrirtæki þróuðu formlegt kerfi til að taka á móti „beiðnum“ um hófsemi frá hverju horni stjórnvalda: FBI, DHS, HHS, DOD, Global Engagement Center at State, jafnvel CIA. Fyrir hverja ríkisstofnun sem skannaði Twitter voru ef til vill 20 hálfgerðir-einkaaðilar að gera slíkt hið sama, þar á meðal Stanford’s Election Integrity Project, Newsguard, Global Disinformation Index og fleiri – margir voru fjármagnaðir af skattgreiðendum.“

Fjölmiðlar orðnir að armi „ríkisstyrkts skoðanalögreglukerfis“

Og fjölmiðlarnir, sem Taibbi bendir á að ættu að vera síðasta varnarlína fólks, stóðu með valdaelítunni og tóku þátt í kúguninni. Ef andófsmaður var ekki fjarlægður af vettvangi, eins og Twitter, varð það hlutverk fjölmiðla að hvetja fyrirtækið til að grípa til aðgerða gegn viðkomandi. Fjölmiðlarnir urðu, segir Taibbi, áhrifaríkur armur „ríkisstyrkts skoðanalögreglukerfis.“ Það sem hann lýsir hljómar eins og einræði. Eða eins og „1984.“

„Sérhver reyndur blaðamaður veit, að sérfræðingar hafa oft rangt fyrir sér í byrjun og ljúga til og með stundum. Þegar skoðanir elítunnar er of samstilltar, þá getur það í sjálfu sér verið rautt viðvörunarljós. Það sáum við einmitt varðandi kenninguna um Covid-leka úr rannsóknarstofu. Margar af þeim stofnunum sem við erum að rannsaka, merktu upphaflega hugmyndina um að Covid kæmi frá rannsóknarstofu sem „falsupplýsingar“ og „samsæriskenningu.“ Jafnvel FBI tekur mark á þessu núna.“

„Það er ómögulegt að komast strax að sannleikanum. Hins vegar er það að verða tæknilega mögulegt að skilgreina og framfylgja pólitískri samstöðu á netinu, sem ég held að sé það sem við erum að sjá. Þetta er alvarleg ógn við fólk með allar mögulegar stjórnmálaskoðanir.“

Ritskoða sannar frásagnir um aukaverkanir mRNA bóluefna

„Svo seint sem í gær fundum við tíst frá Veiruverkefni við Stanford háskóla, sem vinnur með fjölda ríkisstofnana og Twitter, þar sem sérstaklega var talað um að ritskoða sögur um raunverulegar aukaverkanir af bóluefninu og aðrar sannar sögur sem þeim fannst ýta undir efasemdir. Þeir trúa því, að venjulegt fólk ráði ekki við erfiðan sannleikann, svo þeir telja að fólk þurfi á aðstoðarmönnum að halda til að aðgreina umdeilda og erfiða hluti fyrir það.“

Demókratar reyndu að fá Matt Taibbi til að gefa upp nafn heimildarmanns hans – hvort það væri sjálfur Elon Musk forstjóri Twitter – en blaðamaðurinn neitaði að segja það. Sjá má yfirheyrsluna á myndbandi hér fyrir neðan og þar fyrir neðan eru þrjú tíst um málið:

Deila