“Við viljum ekki verða minnihlutahópur í okkar eigin heimalandi”

Heinz-Christian Strache varakanslari Austurríkis sagði nýlega í viðtali að flokkur hans Freiheitliche Partei Österreichs -FPÖ- myndi vinna gegn áhrifum mikils fólksinnflutnings og spyrna gegn því að skipt yrði um fólk í Austurríki. Í viðtalinu var farið yfir stöðu margra mála vegna ESB-þingkosninganna síðar í mánuðinum: “Við höldum áfram baráttunni gegn útskiftingu fólks í heimalandi okkar Austurríki eins og fólk á von á.” Þegar fyrirspyrjandinn gekk á Strache vegna orða um að skifta út fólki svaraði Strache: “Þetta er heildarhugtak, við viljum ekki verða minnihlutahópur í okkar eigin heimalandi. Þessi afstaða er bæði lögmæt, heiðarleg og afar lýðræðisleg.” Benti Strache á að í dag eru allir sem ekki eru vinstri menn sjálfkrafa brennmerktir í fjölmiðlum sem hægri öfgamenn en einungis þeir sem reyna að ná völdum með ofbeldi eru öfgamenn og eiga ekki heima í lýðræðinu.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila