Viðgerð á hitaveituæðinni frá Svartsengi lokið

Eftir þrotlausa vinnu verktaka undanfarna sólarhringa hefur nú tekist að gera við hitaveituæðina sem liggur frá Svartsengi.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þar á bæ hafi menn af fenginni reynslu lært að fagna ekki of fljótt en ef allt ferað óskum getur fólk vænst þess að heitt vatn fari að renna á ný í lagnir á Reykjanesi. Nú tekur við hjá HS Veitum að undirbúa áhleypingu inn á kerfið.

Almannavarnir og HS veitur hvetja húseigendur að vitja eigna sinna á meðan hitaveitan kemst í gang.

Frekari upplýsingar eru sendar til íbúa um leið og þær berast frá HS Veitum.

Eðli málsins samkvæmt er orðið mjög kalt í mörgum húsum í bæjarfélögum á Reykjanesi og hafa þó nokkrir yfirgefið heimili sín vegna kuldans. Nú geta þeir hins vegar vænst þess að geta snúið til baka innan skamms.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila