Fólk sem statt var á framboðsfundi Trump í Pennsylvaniu í gær þar sem tilræðismaður reyndi að ráða Donald Trump af dögum höfðu látið lögreglu vita að maður með riffil væri á þaki nálægrar byggingar nokkru áður en til skotárásarinnar kom.
Fram hefur komið að maðurinn var felldur af leyniskyttu CIA eftir að árásin var gerð en árásarmaðurinn hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur að aldri. Alríkislögreglan rannsakar nú bakgrunn mannsins en hann notaði hálfsjálfvirkan riffil við árásina.
Fram hefur komið í yfirlýsingum yfirvalda að maðurinn hafði komið sér fyrir á þaki byggingar sem ekki var inni á afgirtu svæðinu þar sem framboðsfundurinn fór fram og er fjarlægðin frá byggingunni að sviðinu um 120 til 130 metrar.
Hér að neðan má sjá mynd þar sem vopnaðir sérsveitarmenn standa yfir líki mannsins á þaki byggingarinnar og einnig má sjá aðra mynd en það er nærmynd af af líki mannsins. – Myndir ekki fyrir viðkvæma.