Site icon Útvarp Saga

Vilja fækka úlföldum til þess að draga úr framleiðslu gróðurhúsalofttegunda

Áströlsk yfirvöld hafa lagt fram þá hugmynd að fækka úlföldum í álfunni til þess að draga úr framleiðslu gróðurhúsaloftegunda. Úlfaldar losar að meðaltali helmingi þess magns af gróðurhúsalofttegundum árlega sem nautgripir gefa frá sér en um hátt á 30 milljónir úlfalda eru til í heiminum. Yfirvöld í Ástralíu vilja framkvæma fækkun úlfaldanna með þeim hætti að smala saman hjörðum úlfalda með þyrlum, reka í sérstaka rétt og keyra þá til slátrunar. Til þess að lágmarka úrgang og sóun hafa yfirvöld jafnfram lagt fram áætlun að nýta kjöt dýranna til manneldis og til framleiðslu á gæludýrafóðri og þá yrði þeim eigendum úlfalda sem slátra dýrum sínum veitt svokallað hreinleikavottorð, sem jafngildir kolefniskvóta fyrir þá úlfalda sem yrðu felldir og gætu síðar selt vottorðið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla