Vilja setja bann á dreifingu matvæla sem innihalda fjölónæmar bakteríur

Ísland gæti orðið leiðandi í baráttunni við sýklalyfjaónæmi ef sömu kröfur væri gerðar erlendra matvæla og gerðar eru til innlendra matvæla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur þingmanni Framsóknarflokksins. Í tilkynningunni útskýrir Halla þá fyrirvara sem bókaði við hráakjötsfrumvarpið svokallaða í vetur ” Meginstefið í okkar áherslum var að ná því fram að banna ætti dreifingu matvæla sem innihalda  kampýlóbakter,  salmónellu og fjölónæmar bakteríur. Til þess þarf að tryggja fjármagn til eftirlits og rannsókna í matvælaframleiðslu.“. Bendir Halla einnig á að sérfræðingar á þessu sviði hafi bent á mikilvægi þess að verja þá stöðu sem Ísland er í ”  Fjölmennur fundur var haldinn á Hótel Sögu þar sem okkar helsti sérfræðingur Karl. G. Kristinsson prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans fór yfir staðreyndir málsins. Auk þess sem við fengum  Lance Price, prófessor George Washington-háskóla og stjórnanda rannsóknaseturs skólans sem rannsakar ónæmi gegn sýklalyfjum. Hann brýndi fyrir fundarmönnum að verja þyrfti þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Á grunni sérstöðunnar ættum við möguleika á að banna dreifingu á matvælum sem innihalda fjölónæmar bakteríur til  að verja lýðheilsu manna og heilbrigði búfjár í landinu.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila