Vill að fólk beri meiri virðingu fyrir samfélaginu og hvoru öðru

Geir Ólafsson söngvari vissi eiginlega ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar hann uppgvötaði að símtal sem hann hélt að væri grín leiddi til þess að hann væri kominn í framboð á lista Miðflokksins í Kópavogi, en ákvað á láta slag standa og gefa sig allan í verkefnið. Geir sem var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að það sé hans mat að menn séu að flækja hlutina óþarflega mikið þegar kemur að pólitíkinni og telur að framkvæmdasemi sveitarfélaga geti haft góð áhrif út á við.

Geir segir að fari sveitarfélög fram með góðu fordæmi geti það leitt af sér ótrúlega hluti og haft góð áhrif

„þegar þú lítur í kringum þig þá berðu kannski meiri virðingu fyrir umhverfinu þínu þegar þú sérð að það er verið þrífa, það sé verið að setja ruslatunnur alls staðar svo þú getir sett ruslið í þær og þarft ekki að handa því á götuna, það mætti banna til dæmis að fólk hendi frá sér tyggjói og sígarettustubba á götuna“ segir Geir.

Þá vill Geir að fólk sjái að það skattfé sem það greiði fari virkilega í það að gera umhverfið betra og samgönguleiðir betri.

„að það séu ekki neinar holur að sjá, þannig fólk er ekki að skemma hjólbarðana í þeim eins og ég sjálfur lenti í tvisvar í vetur, því hér eru greiddir háir skattar og þá er lágmark að vegirnir séu að minnsta kosti í lagi, þetta þarf ekki að vera svona.

Þannig segir Geir að hægt sé að gera samfélagið mun betra, þar sem fólk beri virðingu fyrir samfélaginu , umhverfi sínu, fólk hugsi vel um hvort annað, sýni hvort öðru kurteisi og virðingu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila