Vill að ríkisstjórnarflokkarnir kalli grasrótina saman til þess að fara yfir orkupakkamálið

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra.

Ríkisstjórnarflokkarnir ættu að kalla grasrót og miðstjórnir flokkanna saman og fara yfir orkupakkamálið með henni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðni bendir á að mikilvægt sé að fara yfir málið enda séu blikur á lofti ” á meðan menn segja að það gerist ekkert ef orkupakkinn verði samþykktur þá eru hér komnir norðmenn sem nú eru komnir í fiskeldið í fjörðunum með peningana, eru nú farnir að búa um sig í vindmyllugörðum hér á Íslandi, hér er allt frjálst á Íslandi um vindmyllur og engin lög, það hefur bara ekkert verið rætt um það“,segir Guðni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila