Vill auka vægi kristinfræðikennslu í grunnskólum

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki gott að átta sig á hvers vegna kristnum gildum hefur í auknum mæli verið ýtt til hliðar í samfélaginu og sér í lagi skólum en telur að möguleiki sé á að það sé gert í nafni einhvers konar umburðarlyndis gagnvart öðrum hópum, þrátt fyrir að kristnir séu sá hópur sem mest verður fyrir ofsóknum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Birgir sem hefur kynnt sér þessi mál vel segir að að hann muni á haustþingi leggja fram á ný frumvarp sem miðar að því að auka vægi kristinfræðikennslu í grunnskólum. Hann segir að í ítarlegri greinargerð með frumvarpinu sé sagan rakin og þær ákvarðanir sem hafi verið teknar um kristinfræðikennslu, meðal annars sú ákvörðum að hún skuli tekin úr skólunum.

„ég meina við Íslendingar erum kristin þjóð og höfum verið það í þúsund ár, við eigum því að halda því á lofti. Í frumvarpinu legg ég áherslu á það að séu kennd önnur trúarbrögð í skólunum en að kristinfræðiskennslan fái meira vægi en verið hefur, einfaldlega vegna þess að við erum kristin þjóð“segir Birgir.

Hann segir talsverðan losarabrag á trúarbragðakennslu í grunnskólum og kennurum sé í sjálfsvald sett hvað þeir kenna í tengslum við trúarbrögð og þá geti þeir ákveðið sjálfir á hvað þeir leggja mesta áherslu þegar kemur að þeirri kennslu.

„það finnst mér ekki vera góð stefna og mér finnst vanta að hafa þetta meira fast, til dmæmis hvað fara margir tímar á viku í að kenna kristinfræði og hvað það fara margir tímar í að kenna önnur trúarbrögð. Í frumvarpinu legg ég líka til að hugtakinu verði breytt úr trúarbragðafræði yfir í kristni og trúarbragðafræði“segir Birgir.

Meira fjallað um hatursorðræðu og grimmd í stað kærleika

Arnþrúður benti á í þættinum að lítið sé talað um náungakærleika og þess í stað sé talað um hatursorðræðu og grimmd.

Birgir segir að einmitt þess vegna sé mikilvægt að börn þekki boðskap biblíunnar.

„það eru gildin sem kristin siðfræði byggir á sem skiptir mjög miklu máli í þessu, til dæmis sagan um miskunnsama samverjan þar sem fjallað er um kærleikann og það er bara eðlilegt að börnin þekki þessa sögu vegna þess að rætur menningar okkar og siðferðisvitundar sækjum við til kristninar“ segir Birgir.

Kristnir ofsóttasti hópurinn

Birgir sem ferðast hefur víða um heim til þess að kynna sér mismunandi menningarheima bendir á að kristnir séu þeir sem séu mest ofsóttir, sér í lagi í ríkjum þar sem Islam sé ríkjandi. Þrátt fyrir það sé sá hópur ekki sá hópur sem lagður sé áherslu á að veita vernd hér á landi og því leitar sá hópur ekki hingað, heldur miklu frekar fólk sem sé íslamstrúar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila