Vindmylluklúður í Gävleborg – átti að gera svæðið sjálfbært en varð hundruð milljóna tap

Tómt klúður og margmilljónatap. Gävleborg-hérað seldi vindmyllurnar til að losna við leiðindavandamálið og það besta í stöðunni. Íbúarnir fá að greiða fyrir græna ævintýrið (mynd úr safni, hefur ekki samband við greinina).

Vindmyllurnar framleiddu rafmagn „til og frá“

Gävleborg-hérað verður fyrir tugi milljóna sænskra króna tapi vegna tveggja vindmyllna sem voru keyptar fyrir 72 milljónir króna sænskar, að því er sænska sjónvarpið SVT, Gävleborg, greinir frá. Vindmyllurnar hafa bara framleitt rafmagn „til og frá“ en er nú seldar á aðeins tólf milljónir króna.

Samkvæmt SVT var hugmyndin að fjárfesta til framtíðar og að vindmyllurnar myndu stuðla að því að gera héraðið sjálfbært með eigið rafmagn. En í staðinn varð útkoman algjört klúður og kostaði skattgreiðendur samsvarandi hundruðum milljónum íslenskra króna. Um tíma leit út fyrir að allur kostnaðurinn 72 milljónir sænskar, um einn milljarður íslenskra króna, lenti á skattgreiðendum. En tapið endaði semsagt í 60 milljónum sænskum krónum samsvarandi 830 milljónum íslenskum krónum.

Karin Jansson (þingmaður Umhverfisflokksins) og formaður tækni- og umhverfisnefndar fasteigna sagði við SVT Gävleborg:

„Ég get ekki sagt til um, hvort það sé okkar eigin klaufaskapur eða hvort við vorum óheppin með klaufabárð, sem annaðist innkaupin. Þetta voru mistök frá byrjun og illa tókst til. Vindmyllurnar stóðu sig illa tæknilega séð og einnig var illa staðið að formlegri samningagerð.“

Vindmyllurnar höfðu verið afskrifaðar niður í 5 milljónir króna en 12 milljónir fengust fyrir þær að lokum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila