Vinna að samræmdum viðbrögðum við heimsfaröldrum – WHO fær gríðarlegt vald yfir heilbrigðismálum landa

Þessi misserin vinna nú alls 194 lönd að því í samvinnu við WHO að koma upp samræmdu kerfi sem ætlað er að bregðast við ef heimsfaraldrar koma upp í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að inni í þessu sé meðal annars svokallaður bóluefnapassi sem hefur verið afar umdeildur svo ekki sé meira sagt því hann sker úr um réttindi viðkomandi einstaklings, meðal annars hvort hann fái að ferðast milli landa.

Þá verður samkvæmt þessari áætlun ríkjunum gert að deila heilbrigðisupplýsingum sín á milli í þeim tilgangi að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir heimsfaraldur og þá fá í samkomulaginu ríkisstjórnir þessara landa vald til þess að lýsa yfir neyðarástandi telji þær ástæðu til án þess að þingið í viðkomandi völdum komi að þeirri ákvörðun.

Það sem gagnrýnendur áætlunarinnar hafa helst áhyggjur af er þó að um leið og löndin hafa skrifað undir samninginn hafa þau jafnframt gefið WHO leyfi til þess að útvíkka áætlunina án samráðs við aðildarlöndin og geta þar með til dæmis tekið ákveðna stjórn yfir hvaða upplýsingar séu veittar eða má veita hverju sinni í tengslum við heimsfaraldur, sem og hafnað upplýsingum frá löndum sem WHO metur ekki vera réttar. Þetta vekur athygli, ekki síst í ljósi þess að WHO er að nokkru leyti fjármagnað af hagsmunaaðilum, t,d lyfjaframleiðendum sem þannig gætu komið í veg fyrir að upplýsingar, t,d um aukaverkanir kæmu fram í dagsljósið.

Lista yfir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem WHO tengist má finna hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila